11. desember. 2012 11:32
Á fundi sínum á fimmtudaginn samþykkti byggðarráð Borgarbyggðar að skuldbreyta skammtímaláni vegna mennta- og menningarhússins Hjálmakletts yfir í langtímalán en lánið er á gjalddaga í desember. Páll Brynjarsson sveitarstjóri sagði í samtali við Skessuhorn að sveitarfélagið stofnaði til lánsins árið 2010 vegna fjármögnunar Borgarbyggðar á yfirtöku hússins. Upphæð lánsins var 210 milljónir króna. Láninu verður breytt í langtímalán og verður á sömu kjörum og annað langtímalán sem tekið var vegna yfirtöku hússins sem var að upphæð 700 milljónir.