Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. desember. 2012 01:11

Búkolla afhendir gjafir

Starfsemi nytjamarkaðarins Búkollu á Akranesi hefur gengið með ágætum þau tæpu fjögur ár sem markaðurinn hefur starfað. Jafnan hefur verið ágóði og hann nýttur til að styðja við starfsemi af svipuðum toga í bænum. Árið sem senn er liðið hefur verið með þeim betri í starfsemi Búkollu. Í morgun voru starfsmenn og aðstandendur Búkollu á ferðinni um Akranes að afhenda gjafir sem keyptar voru fyrir hagnað þessa árs. Að þessu sinni voru það iPad spjaldtölvur sem gefnar voru á fimm staði í bænum. Það var í ungmennahúsið Þorpið/Hvíta húsið, sérdeildina við Brekkubæjarskóla, sambýlin á Laugarbraut og við Vesturgötu og Fjöliðjuna-hæfingu. Alls staðar var þessum gjöfum veitt viðtöku með mikilli gleði.

Búkolla nytjamarkaður var á sínum tíma settur á stofn til að skapa störf fyrir fólk með skerta starfsorku. Í dag hafa 14 manns vinnu í Búkollu auk þess sem staðurinn hefur miklu samfélagslegu hlutverki að gegna. „Hérna hittist yfirleitt drjúgur hópur fólks við upphaf opnunartíma og á góða stund. Þetta er svona eins og notalegur saumaklúbbur og hefur bara gengið rosalega vel. Starfsemin er stöðugt að vinda upp á sig og eflast. Við erum ágætlega bjartsýn með framhaldið,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir verslunarstjóri í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is