Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. desember. 2012 08:01

Ljósmyndasafn Akraness tíu ára

Saga lands og þjóðar væri fátækleg ef engar væru til ljósmyndirnar, sem meðal annars sýna þá þróun sem orðið hefur á löngum tíma og fólkið sem mest áhrif hefur haft á hana. Ekki er endilega víst að áhugafólk um ljósmyndun um tíðina hafi gert sér grein fyrir þessu meðan það sinnti þessu áhugamáli sínu, en víst er að margt af því á miklar þakkir skildar fyrir sitt framlag til varðveislu sögunnar. Samfélagið á Akranesi getur hrósað happi yfir því að aragrúi ljósmynda er til, allt frá miðjum síðasta áratug nítjándu aldarinnar, það er frá 1895, en elsta myndin í eigu Ljósmyndasafns Akraness sem tekin er á Akranesi er frá því ári og er meðal mynda sem birtist hér með greininni. Sýnir hún færasnúning á Lambhúsatúni í maímánuði það ár.

Á þessum langa tíma hafa verið starfandi á Akranesi margir stórvirkir ljósmyndarar og nokkrir þeirra komu upp miklu safni mynda. Ekki héldust þau öll í heimabyggð og það var því orðið tímabært að stofna Ljósmyndasafn Akraness, sem stofnað var formlega 28. desember 2002. Þá fimm árum áður var einmitt eitt þessara myndasafna ljósmyndara gefið út úr bænum. Það var safn Ólafs Árnasonar sem var mikilvirkur ljósmyndari á Akranesi á seinni hluta síðustu aldar. Safn Ólafs var gefið til Ljósmyndasafns Reykjavíkur og fyrir vikið vantar í Ljósmyndasafn Akraness mikið af mannlífsmyndum frá tímabilinu 1960-1980, að sögn þeirra Nönnu Þóru Áskelsdóttur deildarstjóra og Halldóru Jónsdóttur forstöðumanns Bókasafns Akraness. Blaðamaður Skessuhorns ræddi við þær í tilefni tíu ára afmælis ljósmyndasafnsins, sem rekið er sem deild í Bókasafni Akraness í nýjum og glæsilegum húsakynnum safnsins að Dalbraut 1.

 

Sjá nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is