Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. desember. 2012 09:10

Hefur spilað í um hundrað hljómsveitum

Flestir Vestlendingar sem numið hafa tónlist eða sótt tónleika eða dansleiki í landshlutanum í gegnum tíðina hafa sjálfsagt séð eða heyrt í tónlistarmanninum Gunnari Ringsted, eða Gúa í Borgarnesi. Gúi varð sextugur í liðnum mánuði en hann hóf að fást við tónlist sem barn norður á Akureyri þar sem hann er fæddur og uppalinn. Hann hefur á löngum tónlistarferli leikið með aragrúa af hljómsveitum og unnið með landsþekktu tónlistarfólki auk þess sem hann hefur numið tónlistarfræði og menntað sig sem tónlistarkennara. Gúi starfar nú sem tónlistarkennari hjá Tónlistarskóla Borgarfjarðar en að auki sinnir hann kennslu í hlutastarfi hjá Tónlistarskóla Akraness. Skessuhorn fékk Gúa í spjall um feril sinn í tónlistinni sem vægast sagt hefur verið viðburðaríkur.

Eyfirðingur sem á ættir að rekja á Snæfellsnes

,,Akureyri einkenndist af góðu veðri á sumrin og miklum snjó á veturna,” svarar Gúi þegar blaðamaður spyr hann um Akureyri æskuáranna. ,,Annars var gott að alast upp á Akureyri og alltaf eitthvað um að vera,” bætir hann að auki við. Gúi segist eiga ættir sínar að rekja í Eyjafjörðinn en einnig vestur á Snæfellsnes. ,,Pabbi, Baldvin Ringsted, var fæddur í Höfðahverfi í Grýtubakkahreppi og var af útgerðarbændum kominn en pabbi hans og afi minn, Sigurður Ringsted, fékkst við ýmsar veiðar svo sem sela- og rostungaveiðar á Látraströnd í Eyjafirði. Móðir mín, Ágústa Sigurðardóttir, var hins vegar frá Kársstöðum í Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Foreldrar hennar, þau Sigurður Magnússon hreppstjóri í Stykkishólmi og Ingibjörg Davíðsdóttir urðu bæði yfir 100 ára gömul. Þannig að maður á tengingar víða um land og á Vesturlandi,” segir Gúi um ættir sínar.

 

Lesa má viðtal við Gunnar Ringsted í Skessuhorni sem kemur út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is