Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. desember. 2012 07:01

Aukin hætta á ofríki meirihlutans í frumvarpi að stjórnarskrá

Alþingi hefur nú til umfjöllunar nýtt frumvarp til stjórnskipunarlaga um stjórnarskrá Íslands. Meðal þeirra breytinga sem frumvarpið gerir ráð fyrir eru nýtt fyrirkomulag á kosningum til Alþingis þar sem meðal annars er lögð fram tillaga sem leiða á til jöfnunar atkvæðisréttar. Landkjörnir fulltrúar verði samkvæmt því 33 talsins en 30 kjördæmakjörnir. Frumvarpið byggir að stærstum hluta á tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá, niðurstöðum ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrármálefni sem fram fór 20. október sl. og ýmsum athugasemdum sem Alþingi hefur borist við umfjöllun frumvarpsins. Þóroddur Bjarnasonar prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri hefur lengi rannsakað byggðaþróun á Íslandi. Hann mælir eindregið gegn þeirri leið sem lögð er til um jöfnun atkvæðavægis, sem frumvarp Alþingis leggur til, og segir hana auk annarra ákvæða frumvarpsins efla það sem hann kallar ofríki meirihlutans á Íslandi, ofríkis sem helstu hugmyndafræðingar lýðræðis á Vesturlöndum hafa varað við í ræðu og riti í áranna rás. Skessuhorn ræddi við Þórodd um gagnrýni hans á ákvæði frumvarpsins sem hann segir auka stórlega svokallað misvægi atkvæða frá því sem nú er, höfuðborgarsvæðinu í vil.

Fækkar úr 29 í 11

Þóroddur segir að með samþykkt tillögunnar mun kjördæmakjörnum þingmönnum á landsbyggðinni fækka verulega. „Núverandi skipting þingmanna milli kjördæma höfuðborgarsvæðisins og kjördæma landsbyggðarinnar, er 29:34, í meirihluta eru þingmenn af höfuðborgarsvæðinu. Ef krafan væri jafnt vægi atkvæða í þessu núgildandi kerfi yrði skipting þingsæta milli svæðanna þannig að þingmenn höfuðborgarsvæðisins yrðu 40 á meðan þingmenn landsbyggðarkjördæma yrðu 23. Ef hins vegar tillaga stjórnlagaráðs tæki gildi myndu hámarksákvæðin taka gildi um kjördæmin sem takmarka þingmannafjölda kjördæma við 30. Markmið stjórnlagaráðs og þar af leiðandi frumvarpsins er að jafna atkvæðarétt á landinu. Þannig hljóta bundin þingsæti að skiptast jafnt milli kjördæma sem bæði verða á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Verði núverandi kjördæmaskipting áfram við lýði fengju landsbyggðarkjördæmin í sinn hlut 11 þingmenn og höfuðborgarsvæðið 19. Með einfaldri deilingu má finna þetta út,“ segir Þóroddur.

 

Lesa má viðtal við Þórodd Bjarnason prófessor um gagnrýni hans á tillögur að nýrri stjórnarskrá í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is