Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. desember. 2012 07:01

Vilja bætta símaþjónustu

Fjölmargir íbúar í Dalabyggð hafa sent Símanum áskorun þar sem kvartað er yfir að þeir njóti ekki sömu fríðinda og kjara og aðrir landsmenn hvað varðar aðgengi að sjónvarpsrásum í gegnum Internetið. Þá sé hraði í notkun á Internetinu ekki sá sem íbúar greiða fyrir í áskriftum sínum. Í áskoruninni er óskað eftir að Síminn uppfæri ADSL búnað í símstöðinni í Búðardal sem mun vera kominn vel til ára sinna. Byggðarráð Dalabyggðar tekur undir óskir íbúanna og krefst þess að búnaðurinn í símstöðinni verði uppfærður. Sveitarfélagið Dalabyggð hafi verið að kaupa aukna netþjónustu af Símanum en komið hafi upp hnökrar sem ekki finnist viðhlítandi skýringar á. „Þetta vekur upp spurningar um úreltan búnað sem ekki hefur verið svarað. Ólíðandi er að íbúum og fyrirtækjum í Dalabyggð sé gert að greiða sömu þjónustugjöld og þeim sem eðlilegrar þjónustu njóta,“ segir í bókun frá fundi byggðarráðs Dalabyggðar í síðustu viku.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is