Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. desember. 2012 08:01

Borgarbyggð hyggst endurreikna sorpgjöld

Byggðarráð Borgarbyggðar ákvað á fundi sínum sl. fimmtudag að láta endurreikna álögð sorpgjöld vegna þessa árs. Tilefnið er ákvörðun Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála frá 8. nóvember sl. að fella úr gildi álagningu sorpgjalds Borgarbyggðar að upphæð 31.000 kr. á Brákarbraut 11 í Borgarnesi, en það var eigandi fasteignarinnar, Ingimundur Grétarsson sem kærði álagningu sveitarfélagsins til nefndarinnar. Að sögn Páls Brynjarssonar vill byggðarráð flýta afgreiðslu málsins og hefur falið starfsmönnum Borgarbyggðar að leggja fram tillögu um nýja álagningu sorpgjalda. Sveitarfélagið leitaði eftir álitum frá lögfræðisviði Sambands íslenskra sveitarfélaga og ráðgjafarfyrirtækinu KPMG við umfjöllun um málið. Hann segir lögfræðilegan meiningarmun á málinu milli álitsgjafa sveitarfélagsins um hvort því sé heimilt að reikna stofnkostnað vegna sorphirðu, sem úrskurðarnefndin hafnaði áður.

„Óvissuþættir eru því enn til staðar í málinu. Sveitarfélagið kýs þó að fara þessa leið til að klára málið,“ segir Páll. Ný álagning sorpgjalda mun ná til allra fasteigna í Borgarbyggð og mega því eigendur fasteigna í sveitarfélaginu búast við tilkynningu þar um á næstunni. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is