13. desember. 2012 03:01
Heil umferð verður leikin í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. Toppslagur fer fram í Stykkishólmi þegar Snæfell fær lið Þór frá Þorlákshöfn í heimsókn. Liðin eru jöfn að stigum ásamt Grindavík með fjórtán stig í efstu þremur sætum Úrvalsdeildarinnar. Borgnesingar eiga einnig heimaleik fyrir höndum en þeir fá Vesturbæinga í KR í heimsókn í Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi. Skallagrímsmenn eru í áttunda sæti deildarinnar með sex stig. Leikur Skallagríms og KR verður sýnt beint á netinu á SportTV.is, sjá hér. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15.