Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. desember. 2012 09:01

Byggja saltvinnslu á Reykhólum

Í síðustu viku var sagt frá því í Skessuhorni að forsvarsmenn Bátasafns Breiðafjarðar sögðu sig frá byggingarlóð við höfnina á Reykhólum. Nú er vinna hafin á lóðinni og mun þar rísa 540 fermetra saltvinnsluhús. Þetta kemur fram á vef Reykhólahrepps. Affall af heitu vatni frá Þörungaverksmiðjunni verður notað til að eima salt frá sjó á opnum stálplötum. Það eru þeir Garðar Stefánsson og Søren Rosenkilde sem standa að baki framkvæmdinni. Á vef Reykhólahrepps er haft eftir þeim félögum að þeir stefni á að framleiða besta salt í heimi og að þá langi til að byggja upp fyrirtæki sem allir geti verið stoltir af á Reykhólum. Stefnan er sett á að hefja saltvinnslu í húsinu ekki síðar en næsta vor, en það var í október síðastliðnum sem þeir byrjuðu í undirbúningi verkefnisins af fullu krafti. Saltframleiðslan mun að öllu leyti fara fram á Reykhólum, frá vinnslunni sjálfri til pakkaðrar vöru og í upphafi verða tveir starfsmenn ráðnir og reiknað er með tveimur eða fjórum starfsmönnum.

„Ef mjög vel gengur yrði þeim síðan fjölgað frekar. Við viljum nýta mannauðinn hérna sem allra mest,“ er haft eftir þeim Garðari og Søren á vef Reykhólahrepps.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is