Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. desember. 2012 10:32

Gert ráð fyrir að rekstur Borgarbyggðar verði í jafnvægi á næsta ári

Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir næsta ár var samþykkt við seinni umræðu í sveitarstjórn sl. fimmtudagskvöld. Áætlunin gerir ráð fyrir að rekstur sveitarfélagsins verði í jafnvægi á árinu, en aðeins er reiknað með sjö milljónum í rekstrarafgang. Jafnframt var samþykkt á fundinum langtímaáætlun til ársins 2016. Heildarskuldir Borgarbyggðar í hlutfalli af tekjum verða samkvæmt áætlun 167% í árslok 2013. Skuldahlutfallið lækkar áfram út áætlunartímann og verður 161% árið 2016. Skuldaviðmið verður hins vegar 140% í árslok 2013 og verður komið niður í 137% árið 2016. Viðmið sveitarstjórnarlaga er að skuldaviðmiðið sé að hámarki 150%.

Álagningaprósenta fasteignaskatts og lóðaleigu er óbreytt á næsta ári samkvæmt áætluninni, leikskólagjöld verða sömuleiðis óbreytt en aðrar gjaldskrár hækka í samræmi við verðlagsbreytingar. Áfram verði unnið að því að bæta þjónustu við íbúa og má þar nefna innleiðingu á notendastýrðri persónulegri aðstoð, þjónustu við aldraða, styttingu á sumarlokun leikskóla og meiri stuðningur og stóraukið samstarf við íþróttahreyfinguna. Auknu fjármagni verður varið til viðhalds eigna og áætlað er að verja um 100 milljónum í framkvæmdir og fjárfestingar. Þá gerir áætlun ráð fyrir því að skuldir verði lækkaðar um tæpar 70 milljónir á árinu. Áætlað er að fjárfesta fyrir 113 milljónir kr. í varanlegum rekstrarfjármunum.

Heildartekjur sveitarsjóðs Borgarbyggðar og B-hluta fyrirtækja eru áætlaðar 2.796 milljónir króna á árinu 2013 en rekstrarútgjöld án fjármagnsliða 2.499 milljónir kr. Framlegð sveitarfélagsins verði því um 15%. Fjármagnsgjöld er áætluð 290 milljónir kr. Veltufé frá rekstri er 219 milljónir kr. eða 7,8% af rekstrartekjum á árinu 2013. Heildarskuldir og skuldbindingar eru áætlaðar 4.692 milljónir kr. Afborganir langtímalána 298 milljónum. Eigið fé sveitarfélagsins verður 1.409 milljónir kr. eða 23%. Eignir sveitarfélagsins verða í árslok 2013 að andvirði 6.102 milljónir kr.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is