Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. desember. 2012 06:01

Ævintýrakistan flutt um set á Akranesi

Verslunin Ævintýrakistan, sem hefur verið starfrækt við Skólabraut á Akranesi í sex ár, var flutt í annað húsnæði að Smiðjuvöllum 32 um miðjan nóvember. Upprunalega byrjaði Ævintýrakistan sem leikfangaverslun með litlu horni fyrir garn og allt sem prjónaskapnum tengist, sem kallaðist Ömmuhornið. Eftirspurnin eftir prjónagarni og tengdum vörum reyndist þó meiri og fljótlega snerist verslunin meira að prjónaskapnum. Nú er boðið upp á úrval af vörum sem tengjast handavinnu. Blaðamaður Skessuhorns fór og ræddi við Bjarna Þorsteinsson um flutninginn, en hann á verslunina ásamt Ruth, eiginkonu sinni.

Ástæðu flutninganna segir Bjarni vera plássleysi í gamla húsnæðinu. „Okkur vantaði stærra húsnæði þar sem við vorum búin að fullnýta hvern fermetra á Skólabrautinni. Þar var heldur ekki nóg af bílastæðum en hér eru þau engin vandræði,“ segir Bjarni. Aðspurður hvort bæst hafi í viðskiptin eftir flutninginn svarar Bjarni: „Það er erfitt að segja til um það ennþá, en við opnuðum hér 17. nóvember. Við vorum búin að skoða flest allt atvinnuhúsnæði í boði á Skaganum og enduðum hér. Enn sem komið er líkar okkur mjög vel við þetta húsnæði.“

 

Prjónaskapur virðist hafa aukist á undanförnum árum og er Akranes og nærliggjandi svæði þar engin undantekning. Viðskiptavinir Ævintýrakistunnar koma þó allsstaðar að. „Akranes og nærsveitir er mjög öflugt prjónasvæði og við fáum viðskiptavini af því svæði, Borgarnesi og sveitunum þar í kring og jafnvel úr Reykjavík líka,“ segir Bjarni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is