Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. desember. 2012 09:10

Ýsustofninn mælist áfram í slæmri stöðu

Hafrannsóknastofnun Íslands hefur gefið út niðurstöður úr stofnmælingu botnfiska að haustlagi, eða haustralli stofnunarinnar. Rannsóknasvæðið var umhverfis Íslands allt niður á 1500 metra dýpi og alls var togað á 382 stöðum. Rannsóknin stóð yfir frá 15. september til 8. nóvember og helsta markmið haustrallsins var að styrkja áreiðanleika mats á stofnstærð helstu botnlægra nytjastofna á Íslandi með sérstakri áherslu á lífshætti og stofnstærð djúpkarfa og grálúðu. Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson voru notuð til rannsóknarinnar. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Hafró hækkaði heildarvísital þorsks um rúm 7% frá árinu 2010 og er hún sú hæsta frá 1996 og staða stofnsins mjög góð.

Um ýsuna segir að stofnvísitalan hafi hækkað verulega á árunum 2001-2005 en farið ört lækkandi næstu fjögur ár þar á eftir. Nú er vísitalan svipuð og hún var árið 2010 sem er þó rúmur helmingur af því sem hún var árið 2004 þegar hún var hæst. Segir að niðurstaðan bendi til að meira sé orðið af stærri ýsu og að vísbendingar séu um enn einn slakan ýsuárgang. Ýsan fékkst á landgrunninum allt í kringum landið en mest nálægt landi fyrir vestan og norðan. Á þeim svæðum hafa línusjómenn kvartað mikið yfir því hve erfitt er að forðast ýsuna, sem er þeim nauðsynlegt vegna lítils kvóta.

 

Aðrar tegundir

Heildarvísitala gullkarfa hefur aldrei verið hærri frá því að mælingar hófust árið 1996 og sem fyrr fékkst mest af gullkarfa út af Vesturlandi. Mælingar gefa í skyn að lítið sé orðið af stórri grálúðu þó magn þeirra hafi aukist frá árunum 2004-2006 þegar það var í lágmarki. Stofnvísitölur steinbíts eru enn lágar í sögulegu samhengi þrátt fyrir að hafa hækkað samanborið við 2010. Aftur á móti er stofnvísitala ufsa sú næst hæsta í haustrallinu og hefur hún hækkað mikið á undanförnum árum. Skötuselsstofninn er í svipuðu ástandi og árið 2010 og sýnir haustrallið að nýliðun í stofninum sé dræm. Vísitala löngu er sú hæsta sem mælst hefur í haustralli, en þó eru öryggismörk mælingarinnar víð vegna þess hve mikill hluti aflans fékkst á fáum stöðum. Vísitala keilu og blálöngu eru aftur á móti lægri en 2010. Stofnvísitala skarkola er einnig sú hæsta sem mælst hefur í haustralli en vísitölur sandkola og skrápflúru eru enn lágar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is