Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. desember. 2012 02:01

Skuldir greiddar niður í Grundarfirði

Í fjárhagsáætlun Grundarfjarðarbæjar sem samþykkt var við aðra umræðu í bæjarstjórn 13. desember er lögð megináhersla á að lækka skuldir á næsta ári. Hlutfall skulda af tekjum er nú 212%, en á samkvæmt sveitarstjórnarlögum að vera að hámarki 150%. Á árinu er gert ráð fyrir að greiða skuldir niður um 60 milljónir króna umfram lántökur. Með þessu er áætlað að skuldahlutfall verði undir 200% við árslok 2013 en það fór hæst yfir 250% árin 2009 og 2010. Gerð hefur verið áætlun um að ná lögbundnu hámarki innan 10 ára eins og reglugerð kveður á um.

Í bókun bæjarstjórnar vegna fjárhagsáætlunarinnar segir að miklar skuldir og háir raunvextir þrengi verulega að rekstri sveitarfélagsins. Fjármagnsgjöld miðað við óbreytta stöðu eru yfir 90 milljónir á ári og í mörg ár hafa verið tekin ný lán fyrir afborgunum. Ekki sé hægt að halda áfram á þessari braut og koma þar ekki aðeins til lagabreytingar heldur grafa miklar skuldir undan stöðu sveitarfélagsins til lengri tíma litið.

Í fjárhagsáætluninni er hækkun gjaldskrár sem nemur verðlagshækkunum, eða um 5%. Þó verða dvalargjöld í leikskóla og heilsdagsskóla óbreytt frá fyrra ári. Gjaldskrá fullorðinna í tónlistarskólanum hækkar verulega en fyrir breytinguna var sveitarfélagið að greiða niður tónlistarnám fullorðinna. Í áætluninni er gengið er út frá því að veltufé frá rekstri standi undir afborgunum lána næsta árs. Sökum þess taldi bæjarstjórn nauðsynlegt að hækka álögur á íbúa og munar þar mest um hækkun fasteignaskatts úr 0,5% i 0,625%. Hækkunin gildir til tveggja ára. Fjárfestingar verða um 40 milljónir króna á árinu, sem er undir því sem viðunandi er til lengri tíma litið, segir í bókun bæjarstjórnar Grundarfjarðar. Eins og Skessuhorn hefur greint frá hefur úttekt sem gerð var nýverið á rekstri Grundarfjarðarbæjar verið kynnt íbúum og starfsmönnum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is