Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. desember. 2012 11:01

Fréttaannáll ársins 2012 í máli og myndum í Skessuhorni í dag

Árið sem nú sér fyrir endann á er um margt hefðbundið öðrum, en eðlilega með afbrigðum þó. Í sögulegu samhengi verður ársins ef til vill minnst fyrir þær sakir að farið var að reyna á þrautseigju landans sem brotist hefur í gegnum fimm ára samdráttarskeið í efnahagssögunni af harðfylgi. Hrunið sem varð í árslok 2008 markaði þáttaskil þar sem við tóku breyttir tímar. Batnandi tíð í efnahag landsins er ekki endilega í sjónmáli enda er afkoma okkar nátengd afkomu helstu viðskiptalanda okkar þar sem kreppan kom síðar og af engu minni þunga en hér. Árið 2012 einkenndist af átökum í landsmálunum. Þrefað var um auðlindamál bæði á sjó og landi, ágreiningur er um inngöngu í Evrópusambandið, sitt sýnist hverjum um fjárfestingar erlendra auðkýfinga, öfgar í náttúrufari og jafnvel óútskýrðar breytingar þar sem grindhvalir rugluðust í rýminu, síld óð á land án sýnilegrar ástæðu og stórhríð gerði um norðanvert landið í byrjun september. Í stjórnmálunum var mikið karpað, stundum án árangurs, stundum til bóta. Það jákvæða er kannski, eins og maðurinn sagði; „framfarir verða aldrei ef allir væru sammála og ekkert væri rifist.“

Forseti Íslands markaði spor í Íslandssöguna með að hefja sitt fimmta kjörtímabil og hefur því setið manna lengst hið forna höfuðból á Bessastöðum. Hér á vettvangi Vesturlands var margt sem gerðist á árinu og frá hefur verið greint á þeim tvö þúsund síðum sem við Skessuhorn hefur gefið út.

 

Í Jólablaði Skessuhorns sem kom út í dag er að finna fréttaannál þar sem dreypt er á nokkrum af þeim fréttum sem blaðamenn skrifuðu á árinu sem senn rennur sitt skeið á enda.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is