Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. desember. 2012 12:01

Frelsi rithöfunda fylgir ábyrgð

Guðrún Jónsdóttir er mörgum kunn á Vesturlandi en hún hefur búið í Borgarnesi undanfarin 25 ár og á þeim tíma látið mikið að sér kveða í samfélaginu á ýmsum sviðum. Hún hefur til dæmis starfað við markaðs- og kynningarmál, fjölmiðlun, menningarmál og einnig ferðaþjónustu. Störf hennar hafa gefið henni verðmæta reynslu í þessum málaflokkum og segir hún að ríkuleg menningarhefð og saga héraðsins geti nýst svæðinu vel í kynningu sinni. Þá sat hún í sveitarstjórn Borgarbyggðar kjörtímabilið 1998-2002. Nú gegnir Guðrún stöðu forstöðumanns Safnahúss Borgarfjarðar í Borgarnesi, einnar helstu miðstöðvar menningarlífsins í Borgarfirði. Skessuhorn fékk Guðrúnu í spjall þar sem hún segir frá veru sinni í Borgarnesi, reynslu sinni og skoðunum á markaðs- og kynningarmálum héraðsins og starfinu í Safnahúsinu. Að auki ræðir hún um gagnrýni sína á skáldsöguna Konan við 1000 gráður eftir Hallgrím Helgason sem byggð er á ævi móður hennar þar sem hún kallar eftir meiri umræðu um hvar siðferðismörk skuli liggja í heimi skáldskaparins.

Bók Hallgríms hefur ýft upp sárin

Fyrir síðustu jól kom út skáldsagan „Konan við 1000 gráður, Herborg María Björnsson segir frá,“ eftir rithöfundinn Hallgrím Helgason. Að grunninum til er sagan byggð á lífshlaupi móður Guðrúnar, Brynhildi Georgíu, sem Hallgrímur nýtir sem einn helsta efnivið sögunnar. Bókin hefur fengið mikla athygli og nú verið tilnefnd ásamt bókinni Valeyrarvalsinum eftir Guðmund Andra Thorsson til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Guðrún hefur gagnrýnt opinberlega meðferð Hallgríms á ævi móður sinnar og í blaðagrein sinni í Fréttablaðinu í janúar leit hún svo á að þó að verkið væri skáldsaga hljóti það að vera atlaga að minningu móður sinnar sem sé dýrmæt fjölskyldu og vinum. Útgáfa bókarinar hefur mætt á Guðrúnu og fjölskyldu hennar undanfarin misseri.  „Bókin reyndist vera af þeim toga að ég hef talið mig knúna til að gagnrýna aðferðafræði skáldsins fyrir okkar hönd,“ segir Guðrún spurð um málið. „Hann tengir bókina í ræðu og riti við nafn móður minnar og nýtir sér marga þætti úr ævisögu hennar en skáldar svo ríflega til viðbótar. Hann nafngreinir fjölskyldu mína oftsinnis og ég bendi á það siðleysi sem í því er fólgið að lesendur bókarinnar eigi ekki möguleika á að gera sér grein fyrir hvað er satt og hvað er logið. Ég dæmi ekki um þessa nýju tilnefningu og hafði ekki gert mér grein fyrir því að bókin hefði þótt svona góð. En þetta ýfir vissulega upp sárin. Ég legg ekki mat á bókmenntalegt gildi verksins og hef ekki áhuga á því. En þetta hefur verið mér og mínum nánustu erfitt, enda trúi ég ekki að neinn vilji lenda í slíku. Þetta var klárlega ekki hugsað til enda þegar af stað var farið og það var okkar ólán,“ bætir Guðrún við.

 

Rætt er við Guðrúnu Jónsdóttur forstöðumanns Safnahússins í Borgarnesi í Jólablaði Skessuhorns í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is