Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. desember. 2012 11:01

„Allt þetta snýst um þekkingu og aftur þekkingu“

Ólafur Sveinsson forstöðumaður Atvinnuráðgjafar Vesturlands hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi hefur unnið á þeim vettvangi í fjöldamörg ár. Flestir, sem unnið hafa að sveitarstjórnarmálum í landshlutanum, verið í rekstri eða haft einhver samskipti við SSV, hafa vafalaust haft einhver kynni af Ólafi, oftast í tengslum við ráðgjöf og þróun einstakra atvinnu- og nýsköpunarverkefna. Þetta stoðkerfi atvinnulífsins á Vesturlandi hafa margir nýtt sér í sínu frumkvöðlastarfi og er það ómissandi stólpi þess á svæðinu. Ólafur er menntaður hagverkfræðingur frá Technische Universität í Berlín, nú höfuðborg Þýskalands, og var við nám í skólanum á árunum 1974-1981. Þá var borgin klofin í vestur og austur, líkt og Þýskaland sjálft og raunar allur heimurinn, á milli hins sósíalíska heims Sovétríkjanna og fylgiríkja þeirra og hins kapítalíska vesturs. Á námsárum í Berlín kynntist Ólafur sögu Þýskalands og þessu einkennilega ástandi kalda stríðsins, ástands sem nú heyrir blessunarlega sögunni til.

Hann segir Íslendinga geta lært margt af viðhorfum Þjóðverja til reksturs og uppbyggingar atvinnulífsins, enda er Þýskaland eitt öflugasta hagkerfi heims og þýsk fyrirtæki leiðandi á mörgum sviðum í heiminum. Skessuhorn ræddi við Ólaf um menntabakgrunn hans og þau verkefni sem hafa verið og eru á döfinni hjá Atvinnuráðgjöf SSV.

 

Þekkingaraukning er lykillinn
Nú á dögum hefur aldrei verið auðveldara að afla sér upplýsinga og þekkingar. Tæknin leikur þar lykilhlutverk. Ólafur segir hæfileikann til að vinna með fólki, hlusta á fólk og afla sér upplýsinga sé sennilega mikilvægasta atriðið sem einstaklingar í atvinnulífinu þurfa að notast við í lausn nýrra verkefna og áskorana. „Það er alveg sama hvar maður byrjar umræðuna um uppbyggingu. Allt þetta snýst um þekkingu og aftur þekkingu. Að hækka þekkingarstig íbúanna er stóra verkefnið. Út frá því held ég að af þeim mörgu verkefnum sem ég hef komið að á undanförnum árum finnst mér að uppbygging framhaldsskólanna á Snæfellsnesi og í Borgarnesi í seinni tíð hafi verið einkar vel heppnuð þar sem tilvera þessara stofnana mun klárlega auka þekkingarstigið í samfélaginu á Vesturlandi, þetta er þegar sýnilegt í tölfræði fyrir Snæfellsnes. Þá er þekking á vissum hlutum oft til staðar og því sé verkefni margra að finna hana og nýta. Hæfileikinn til að finna þekkinguna og nýta hana er því mjög mikilvægur,“ segir Ólafur.

Lesa má viðtal við Ólaf Sveinsson forstöðumann Atvinnuráðgjafar SSV í Jólablaði Skessuhorns sem kom út í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is