Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. desember. 2012 11:01

Hríseyingur sem búið hefur í Grundarfirði í hálfa öld

„Ég er fædd á Svínárnesi á Látraströnd árið 1936 og ólst þar upp til sjö ára aldurs en þá flutti ég með móður minni til Hríseyjar,“ segir Hulda Vilmundardóttir í Grundarfirði í upphafi þegar blaðamaður sest niður með henni í sólstofunni við húsið sem hún byggði ásamt manni sínum Soffaníasi heitnum Cecilssyni útgerðarmanni. „Þetta er alltof stórt hús fyrir mig eina og mér blöskra öll gjöldin sem fylgja því að búa í svona stóru húsi en þótt ég vildi minnka við mig er það ekki svo auðvelt, það kaupir enginn 400 fermetra hús og þótt svo væri fengist ekkert raunverulegt verð fyrir það.“ Mann sinn missti Hulda árið 1999 og síðan hefur hún búið ein í húsinu sem áður fyrr hýsti einnig skrifstofu útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins.

Við gengum sjálfala í Hrísey

Hulda segir einar fyrstu minningar sínar frá æsku hafa verið frá því að hún fór fimm ára gömul með móður sinni í Eyjafjörð þar sem hún gerðist vinnukona á Munkaþverá. „Móðir mín sagði mér það seinna að við hefðum þá ekki fengið sama mat að borða og heimilisfólkið, ég man svo sem ekkert sérstaklega eftir þessu eða hef ekki gert mér grein fyrir því. Svo vorum við eitt ár á Grenivík hjá Árna Birni lækni og þar vorum við aftur á móti hluti af fjölskyldunni sem við mynduðum góð tengsl við. Við fórum svo aftur í Svínárnes en ég man vel eftir þegar við fluttum þaðan til Hríseyjar þegar ég var sjö ára. Það var yndislegt að alast upp í Hrísey. Það var engin sem bannaði neinum neitt og við gengum nánast bara sjálfala. Þarna var mikið af hrekkjóttum strákum og það var ógurlega gaman fyrir krakka að alast upp í Hrísey. Á þessum árum var mikið af börnum í eyjunni enda íbúar mun fleiri en núna. Ég fluttist alfarið frá Hrísey þegar ég var tvítug og þá bjuggu þar 260 manns.“

 

Á síldarárunum fór Hulda hvert sumar að salta. „Ég hitti nú manninn minn fyrst í síldinni. Hann var þá skipstjóri á Grundfirðingi og var duglegur að koma og hjálpa mér að salta. Hann hafði ástæðu til að hitta mig þannig. Við kynntumst þarna aðeins en vorum ekkert trúlofuð eða í sambandi í fyrstu en áður en við náðum saman aftur eignaðist ég dóttur árið 1957 sem fylgdi mér svo hingað árið 1960. Ég byrjaði á að salta á Siglufirði en síðar á Raufarhöfn og Seyðisfirði þegar síldin færðist austar. Svo fyrst eftir að ég flutti hingað í Grundarfjörð þá voru tvö eða þrjú síldarhaust hér.“

 

Sjá nánar í Jólablaði Skessuhorns sem nú er komið út.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is