Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. desember. 2012 02:01

Í vegagerð í meira en hálfa öld

Flestir íbúar Borgarfjarðarhéraðs sem komnir er til fullorðins ára kannast við Bjarna G. Sigurðsson í Borgarnesi eða „Manna í Vegagerðinni,” eins og hann var oftast kallaður. Sá sem þetta ritar var búinn að þekkja Bjarna um tíma þegar hann komst að því að gælunafnið væri dregið af millinafni hans. Bjarni er hress og viðræðugóður. Hann hefur gaman af að segja frá og má greina að ennþá er Bjarni svolítill prakkari í sér.

Bjarni Guðmann Sigurðsson fæddist í Stykkishólmi 19. janúar 1933. Hann verður því áttræður á næsta ári. Foreldrar hans voru Valgerður Kristjánsdóttir frá Hamri í Hörðudal í Dalasýslu og Sigurður Kristjánsson fæddur á Örlygsstöðum í Helgafellssveit en kenndi sig oft við Ós í sömu sveit. „Þau kynntust þegar verið var að brúa Bjarnadalsána. Þar var mamma ráðskona og pabbi vann í brúarflokknum. Þau tóku saman og voru fyrst í Lár í Eyrarsveit en síðan fluttu þau inn í Hólm.

Þá var ekki víða vinnu að hafa en pabbi stundaði sjómennsku. Þau fluttu hingað í Borgarnes árið eftir að ég fæddist. Síðan hef ég átt hér heima. Fyrst bjuggu þau hjá Steinunni Eyjólfsdóttur, systur Höskuldar á Hofstöðum. Hún bjó í gömlu húsi þar sem Gunnlaugsgata 4 er núna. Þar bjuggu þau fyrsta kastið en fluttu svo á Þórólfsgötuna. Þar man ég fyrst eftir mér.” Systkinin voru fimm. Bjarni átti tvo hálfbræður, Magnús Stardal og Kristján Bjarnason, og alsysturnar Þórönnu, sem var gift Emil Ámundasyni, og Málfríði Kristínu sem var gift Gísla Bjarnasyni. Þau eru öll látin.

 

Í sveit í fimm sumur

Á þeim tímum kvað tíðarandinn á um að senda ætti börn í sveit úr þéttbýlinu. „Ég var í sveit á Sauðafelli í Dölum hjá Haraldi frænda, bróður mömmu. Fór fyrst átta ára gamall og var í fjögur sumur. Tók hlé eitt sumar og bar út póst hér í bænum. Mér líkaði það ekki nógu vel svo mig langaði að fara aftur í sveitina. Ég var því eitt sumar til viðbótar á Sauðafelli. Þetta var einn besti tími ævinnar.” Bjarni sagði að leikir barnanna í Borgarnesi hefðu helst verið felu- og eltingarleikir, slagbolti og aðrir slíkir. Það voru stundum erjur á milli strákanna. Á þeim tíma skiptist bærinn í tvo hópa, efri bærinn og neðri bærinn. Að vetrinum var stundum snjókaststríð.

 

Sjá nánar í Jólablaði í Skessuhorni sem nú er komið út.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is