Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. desember. 2012 02:01

„Ég er þakklát fyrir fólkið mitt“

„Ég sagði sögu mína fyrir tveimur árum, þá kasólétt og búin að ganga í gegnum, að ég hélt, erfiðan tíma meðal annars þar sem meðganga dóttur minnar hafði einkennst af veikindum. Fyrrverandi meðeigendur mínir að Ísbúðinni Íslandi höfðu á þeim tímapunkti komið illa fram við mig, ég fékk ekki fæðingarorlof og þjáðist af sjúklegum flökurleika. Ég man að ég sagði þá að ekkert af þessu skipti máli svo lengi sem litla daman mín hefði það gott og kæmist klakklaust í heiminn. Það var svo sannarlega rétt hjá mér. Maður á ekki að væla út af smámunum, veraldlegir hlutir skipta engu máli. Ég hélt að ég væri að fara að loka erfiðum kafla í mínu lífi, en í stað þess biðu mín miklu erfiðari verkefni.“ Þannig segir Hlédís Sveinsdóttir frá í upphafi samtals við blaðamann. Kona þessi situr sjaldan auðum höndum. Tók nýverið þátt í prófkjöri svona til að máta sig við pólitíkina. Hún kveðst afar þakklát því trausti sem henni var sýnt í kosningunum, en gerir ráð fyrir að leita á önnur mið en þau pólitísku.

Að Fossi í Staðarsveit fæddist fyrir ríflega þrjátíu árum lítil stúlka sem telur sig vera gott dæmi um manneskju sem hægt sé að taka úr sveitinni en ekki sé hægt að taka sveitina úr henni. Lengi býr að fyrstu gerð og í sálinni er hún ennþá bæði íþrótta- og hestakona, þótt árin sem hún hafi hvorki stundað reglubundnar íþróttir eða komist á hestbak séu orðin fleiri en hin. Hún segist geta fyrirgefið mannleg mistök sem áttu sér stað við fæðingu dóttur sinnar, engin sé undanskilinn áföllum, en erfiðara sé að fyrirgefa framkomu heilbrigðisstarfsmanna eftir þetta slys. Hennar mottó í dag sé í þá veru að þrátt fyrir mótlæti og áföll sé mikilvægast af öllu að vera hamingjusamur og takast þannig á við lífið.

 

Frjálsræði i sveitinni og ástríkt uppeldi
Hlédís er verkefnastjóri samtakanna Beint frá býli sem nýverið stóðu fyrir miklum markaði í Reykjavík í samstarfi við ljúfmetisverslunina Búrið. Þrátt fyrir miklar annir býður hún í heimsókn í gamalt bárujárnshús á Akranesi sem heitir Arnarstaðir. Þar hafa margir Akurnesingar búið á undan henni.
„Uppvaxtarár mín á Fossi einkenndust af umhyggju og frjálsræði. Foreldrar mínir eru rétt rúmum kynþroskaaldri eldri en ég og það markaði örugglega uppeldið,“ segir Hlédís og brosir. „Við fengum að taka fullan þátt í öllu. Það eru forréttindi að eiga foreldra sem gefa sér tíma til að leiðbeina börnunum í gegnum leik og starf. Amma og afi bjuggu líka í göngufæri frá okkur og það er ómetanlegt að hafa haft þau svona nálægt sér, bæði landfræðilega og ástlega séð. Ég held að þessi skilyrðislausa ást sem ég fann að ég naut hafi fleytt mér langt í gegnum tíðina. Þau hafa reynt að koma fyrir mann vitinu þegar þess hefur þurft en umfram allt hafa þau alltaf stutt okkur í gegnum þykkt og þunnt. Það hefur nú líka heldur betur sýnt sig á þessum síðustu og verstu, eða á ég að bara segja bestu núna?“

Sjá nánar í Jólablaði Skessuhorns sem nú er komið út.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is