19. desember. 2012 05:01
Samkvæmt veðurspám eru litlar líkur á hvítum jólum um sunnan- og vestanvert landið, en nær öruggt að norðlendingar geti glaðst, því snjókoma einkennir veðurspár næstu daga. Spá Veðurstofunnar er þannig næstu daga: Á föstudag verður austlæg átt 8-13 m/s, rigning og sums staðar slydda sunnan og austanlands, en annars heldur hægari og úrkomulítið. Hiti víða 1 til 6 stig, en nálægt frostmarki NV-til. Á laugardag verður áframhaldandi austlæg átt, víða 8-13 m/sek með rigningu en slyddu til fjalla, en úrkomulítið norðan til, milt veður. Á Þorláksmessu verður allhvöss austan- og síðar norðaustanátt með rigningu, en slyddu eða snjókomu norðvestan til. Þurrt að kalla norðaustanlands og einnig víða um land seinnipartinn, síst þó suðaustanlands. Hiti um og undir frostmarki. Á mánudag, aðfangadag jóla er gert ráð fyrir norðaustan hvassviðri eða stormi. Snjókoma verður um landið norðan- og austanvert, en þurrt að kalla hér sunnan- og vestanlands. Frost um mest allt land, en frostlaust með suður- og austur ströndinni. Loks verður á jóladag hægt minnkandi norðaustanátt með ofankomu fyrir norðan og austan, en annars úrkomulítið. Fremur kalt í veðri.