27. desember. 2012 12:01
Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt að gera ráð fyrir 30 milljóna króna eignfærðri fjárfestingu hjá Eignasjóði Akraneskaupstaðar þannig að hægt sé að leysa húsnæðisþörf grunnskólans vegna fjölgunar nemenda. Skipaður verði fjögurra manna starfshópur á vegum framkvæmdaráðs og fjölskylduráðs til að kanna þörf á aukningu skólahúsnæðis til lengri tíma, leiðir til úrbóta til lengri og skemmri tíma. Bæjarráð geri starfshópnum erindisbréf og skipi jafnframt formann starfshópsins. Stefnt skuli að skilum tillagna eigi síðar en 1. mars 2013, segir í samþykkt bæjarstórnar. Á fundi bæjarráðs Akraness skömmu fyrir jól var samþykkt bæjarstjórnar lögð fram, en bæjarráð samþykkti á fundi sínum að fresta skipun í starfshópinn til næsta reglulega fundar ráðsins.