Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. desember. 2012 10:38

Hefur hálfsmánaðar andmælarétt

Fyrir jólin fékk Jón Pálmi Pálsson bæjarritari á Akranesi greinargerð lögfræðings Akraneskaupstaðar vegna meintra brota hans á starfsskyldum. Jón Pálmi hefur frest til að skila greinagerð vegna þessara ávirðinga til 7. janúar nk. Jón Pálmi var sem kunnugt er starfandi bæjarstjóri eftir að Árni Múli Jónasson lét af störfum í nóvember. Vegna grunsemda um brot á starfsskyldum var Jóni Pálma vikið úr starfi um stundarsakir síðustu vikuna fyrir jól og hans lausn frá störfum síðan framlengd til 7. janúar 2013. Forsvarsmenn Akraneskaupstaðar hafa ekki viljað gefa upp hver meint brot Jóns Pálma á starfsskyldum séu. Sveinn Kristinsson starfandi bæjarstjóri segir ógjörning að gera það. Slíkt gæti kallað á skaðabótaskyldu og hagsmunir bæði Akraneskaupstaðar og starfsmannsins séu í húfi. Jón Pálmi Pálsson hefur gegnt starfi bæjarritara á Akranesi í 25 ár. Aðspurður segir Sveinn að það verði metið eftir að Jón Pálmi skilar greinargerð hvort áframhald verði á hans störfum fyrir Akraneskaupstað.

Þess má geta að Regína Ásvaldsdóttir, nýráðinn bæjarstjóri á Akranesi, mun koma til starfa viku af janúar. Er það um viku fyrr en áætlað var.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is