Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. desember. 2012 11:31

Hertar reglur um hunda- og kattahald í Snæfellsbæ

Kynntar hafa verið í bæjarráði Snæfellsbæjar nýjar samþykktir um hunda- og kattahald í sveitarfélaginu og bíða þær umfjöllunar bæjarstjórnar. Kristinn Jónasson bæjarstjóri segir að lausaganga hunda og mál tengd hundahaldi hafi verið mesta umkvörtunarefnið í langan tíma. Í núgildandi samþykktum fyrir dýrahaldi séu ekki nógu sterk úrræði til að bregðast við ef reglur eru brotnar. Aðspurður segir Kristinn að það hafi lengi verið í undirbúningi að afla víðtækari heimilda til að bregðast við þessum umkvörtunarefnum. Dropinn sem fyllt hafi mælinn hafi verið þegar stór og mikill hundur ógnaði barni nokkrum vikum fyrir jól.

Kristinn segir að mjög hertar reglur séu í nýju samþykktunum. Meðal annars kveði þær á um að allir hundar eigi að vera örmerktir. Hundar verða samkvæmt breyttum reglum bannaðir við opinberar samkomur, svo sem á hátíðarhöldum vegna sjómannadags, 17. júní og þegar ljós eru tendruð á jólatrjám í sveitarfélaginu. Þá verða nokkrar hundategundir bannaðar. Má þar nefna amerískan Bulldog, Pitt Bull Terrier, Anatólískur fjárhundur og þá verður suður rússneskur Ortjarka einnig á bannlista yfir hunda í Snæfellsbæ.

„Ný og hert reglugerð um hunda- og kattahald í Snæfellsbæ breytir ekki þeirri grundvallarreglu að þeir einstaklingar sem telja sig hafa þroska til að ala upp og eiga gæludýr axli þá ábyrgð sem því fylgir og taki afleiðingum gjörða þeirra hverjar sem þær eru,“ sagði Kristján Þórðarson einn fulltrúi í bæjarráði í bókun þegar ný samþykkt um hunda- og kattahald var kynnt.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is