27. desember. 2012 12:34
Sunnudaginn 30. desember nk. verður haldið jólaball í Hjálmakletti í Borgarnesi. Fjölskylduskemmtun þessi hefst klukkan 15 og áætlað er að hún standi til klukkan 17. Almennar jóladansleikshefðir verða í heiðri hafðar, samanber að ganga og dansa í kringum jólatré, syngja jólalög og gleðjast. Góðir gestir kíkja við með glaðning fyrir börnin. „Þar sem við njótum góðs stuðnings frá Lionsklúbbi Borgarness, Lionsklúbbnum Öglu og Borgarbyggð þá verður frítt inn fyrir alla, konur og kalla, krakka með hár... og allt það,“ segir í tilkynningu. Þeim sem ætla að kaupa sér kaffi og meðlæti er samt bent á að taka með sér pening, segja þeir í nefndinni um jólaball í Borgarnesi.