28. desember. 2012 09:15
Nú er snjóþekja á Holtavörðuheiði og hálka á Bröttubrekku, samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Hálkublettir eru víða á Snæfellsnesi en auk þess snjóþekja og snjókoma á Vatnaleið, Fróðárheiði og á norðanverðu nesinu. Athygli fólks er vakin á því að fylgjast vel með veðurspám eftir því sem líður á daginn, kvöld og næstu tvo daga. Spáð er mjög slæmu veðri á Vestfjörðum og um norðanvert landið um helgina og á þessum slóðum verður alls ekkert ferðaveður. Einnig má búast við slæmu veðri á Vesturlandi samhliða krappri lægð og ofankomu um helgina.