28. desember. 2012 11:54
Í dag eru rétt tíu ár síðan Ljósmyndasafn Akraness var stofnað. Allt frá upphafi hefur starfsemi safnsins verið virk og hefur myndavef m.a. verið haldið úti og hann verið mikið heimsóttur. „Safnið þakkar velunnurum sínum fyrir samstarfið og vonast til að komandi ár verði jafn gjöful. Hollvinir safnsins hafa í gegnum árin hjálpað til við skráningu mynda, sent inn upplýsingar, sem er ómetanleg hjálp. Að öllu jafnaði hefur ekki verið nema hálft starf við Ljósmyndasafnið og hefur því gagnvirkni vefjarins skipt sköpum,“ segir í tilkynningu frá safninu. Í tilefni dagsins verður opið hús í Svöfusal á safninu í dag frá klukkan 14:00.