28. desember. 2012 02:38
Þekktur brotamaður í umdæmi lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum var stöðvaður á akstri sunnan Skarðsheiðar á Þorláksmessu í venjubundnu eftirliti lögreglunnar. Í ljós kom að viðkomandi var ekki í lagi, er grunaður um að hafa ekið bifreiðinni undir áhrifum fíkniefna. Hann hafði sett stolnar númeraplötur á bílinn sem hann ók og bíllinn reyndist að auki ótryggður. Þar að auki var maðurinn með loftriffil í bílnum sem hann var ekki skráður fyrir og gat ekki gert grein fyrir. Riffillinn var haldlagður og númerin tekin af bifreiðinni. Maðurinn var handtekinn og færður til yfirheyrslu og sýnatöku, en sleppt að því loknu.