Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. desember. 2012 11:43

Óveður á Snæfellsnesi

Óveður er nú víða á Snæfellsnesi. Fróðárheiði er ófær og þar er stórhríð. Hálka er á Holtavörðu-heiði en snjóþekja á Bröttubrekku og óveður. Samkvæmt upplýsingum frá fréttariturum Skessuhorns fá íbúar á Snæfellsnesi nú sinn skerf af norðaustan áhlaupinu sem nú gengur yfir Vestfirði og norðanvert landið. Mikill vindur er nú í Ólafsvík, en að sögn Davíðs Óla Axelssonar formanns björgunarsveitarinnar Lífsbjargar hafa engar aðstoðarbeiðnir komið til sveitarinnar í nótt. „Hér er bara allt í fína lagi eins og stendur," sagði Davíð Óli í morgun. Síðar í morgun bárust svo þau tíðindi að björgunarsveitin Lífsbjörg hafi sjálf orðið fyrir tjóni þegar fylla kom yfir sjóvarnargarðinn í höfninni og á nýja björgunarsveitahúsið. Hurð brotnaði við það og flæddi sjór inn og bar með sér grjót inn á mitt gólf. Rafmagn fór af utanverðu Snæfellsnesi, í framsveitinni í Grundarfirði og í Saurbæ í Dölum í morgun eins og fram kemur í frétt hér á síðunni.  Ekki er enn vitað hvenær rafmagn kemst aftur á. Í Stykkishólmi var björgunarsveitin kölluð út í morgun til að festa þakplötur á tveimur húsum. Meðal annars losnuðu plötur á gamla sýsluhúsinu, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd frá Sumarliða Ásgeirssyni.

Ekki er gert ráð fyrir að veðrið gangi niður fyrr en í kvöld eða næstu nótt.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is