29. desember. 2012 07:38
Björgunarsveitin í Reykhólasveit hefur ekkert komist í útköll vegna veðurs í dag. Jens Hallsson, formaður björgunarsveitarinnar, segir í samtali við fréttavef RUV að engar beiðnir komi því ekki sé hundi út sigandi. „Hann segir að þök séu að losna af þremur útihúsum í Reykhólasveit og þak og þakkantur að losna á íbúðarhúsi. Þá sé farinn hluti af fjárhúsþaki á Geiflastöðum í innsveitinni í Reykhólahreppi og hluti af hlöðuþaki á bænum Mávavatni á Reykhólum. Jens segir björgunarsveitina bíða þess að veðrið gangi niður áður en farið sé í þessi mál.“