07. mars. 2013 09:49
Spáð er austan stormi á sunnanverðu landinu. Hviður eru ennþá allsnarpar t.d. við Hafnarfjall, en veður er smám saman að ganga niður. Þá er útlit fyrir ofanhríð á fjallvegum á Snæfellsnesi og á Vestfjörðum, einkum sunnan til. Skafrenningur verður víða um norðanvert landið í dag en úrkomulítið. Á Hellisheiði og Mosfellsheiði verður snjókoma og blint með köflum í mest allan dag. Hálkublettir og éljagangur er á Mosfellsheiði og á Gjábakkavegi. Á Vesturlandi er nú snjóþekja á Bröttubrekku. Hálka er á Vatnaleið. Ófært er frá Grundarfirði að Ólafsvík og einnig er ófært fyrir útnesið og á Fróðárheiði, einnig í Svínadal í Dölum. Hálkublettir eru á Holtavörðuheiði.