23. janúar. 2003 10:07
Skagastúlka setur Íslandsmet í keilu
Birgitta Þura Birgisdóttir, þrettán ára stúlka af Akranesi, setti um helgina Íslandsmet í unglingaflokki í keilu í samanlögðum fimm leikjum og sex leikjum. Í fimm leikjum hlaut Birgitta 795 stig og bætti gamla metið um 97 stig. Í sex leikjum hlaut hún 945 og bætti metið um 161 stig.
Fleiri ungir keilarar af Skaganum eru að gera það gott þessa dagana, en tvíburarnir Sigurður Þorsteinn og Magnús Sigurjón Guðmundssynir hafa verið valdir í landslið unglinga sem keppir á Norðurlandamótinu í Stokkhólmi þann 6.- 10. febrúar næstkomandi.