Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. janúar. 2003 09:29

Mikil fjölgun mála hjá Héraðsdómi Vesturlands

Á árinu 2002 varð mikil fjölgun mála hjá Héraðsdómi Vesturlands samkvæmt fréttatilkynningu frá dómnum. Dómstóllinn tók til meðferðar 1270 ný mál, en árið 2001 voru þau 959 og hafði þá fjölgað mikið frá árinu 2000. Fjölgun mála frá 2001 til 2002 er um þriðjung eða ríflega 32%.
Einkamál urðu á árinu 2002 samtals 561, en voru 374 árið áður. Fjölgunin liggur öll í svokölluðum útivistarmálum, þ.e. málum þar sem stefndi tekur ekki til varna. Þau urðu 500, á árinu 2002 en voru 328 árið 2001. Dómar í munnlega fluttum einkamálum urðu 12 (20 2001), en dómar í útivistarmálum 39 (31), 64 mál voru felld niður (34), 11 lauk með sátt (18), einu máli með úrskurði, en 37 málum var ólokið um áramót (1).
Þá fjölgaði opinberum málum (sakamálum) mjög mikið, og kemur fjölgunin öll fram í árituðum sektarboðum lögreglustjóra. Slík mál urðu samtals 435 á sl. ári, en voru 332 árið áður. Dómar í opinberum málum voru 77 árið 2002 en 96 2001. Opinber mál urðu samtals 584 (504). 30 málum var ólokið um áramót.
Í ýmsum öðrum málaflokkum varð einnig fjölgun. Gjaldþrotamál urðu 68 (52 2001), aðfararmál 18 (6), matsmál 13 (4), rannsóknarúrskurðir 12 (9).
Við Héraðsdóm Vesturlands starfa tveir héraðsdómarar og einn dómritari.
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is