11. janúar. 2003 01:16
Fækkun fæðinga á SHA
Umtalsverð fækkun varð á fæðingum á Sjúkrahúsi Akraness á síðasta ári miðað við 2001. Alls fæddust 158 börn á sjúkrahúsinu miðað við 196 börn árið áður. Af þessum 158 börnum voru 94 strákar og 64 stelpur. Skiptingin var mun jafnari árið 2001 eða 99 strákar á móti 97 stelpum. Athygli vekur einnig að engir tvíburar fæddust á Akranesi í fyrra.