Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Smáauglýsingar

3ja herb Íbúð á Bifröst

3ja herb íbúð,, 65,4 fm. til leigu á Bifröst Íbúðin getur verið laus mjög fljótlega Upplýsing...
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. janúar. 2003 04:10

Hross fældust flugelda og ollu umferðarslysi

Alvarlegt umferðarslys varð undir Hafnarfjalli, skammt frá bænum Höfn, um kl. 21.00 að kvöldi mánudags. Orsök slyssins var sú að fimm hross hlupu yfir veginn og í veg fyrir bíla sem voru á norðurleið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi sá bílstjóri fremsta bílsins hrossin í tíma og hægði á sér en bílstjórar tveggja bifreiða sem voru fyrir aftan ætluðu framúr. Sá fremri lenti á hrossunum og kastaðist bifreiðin á bílinn sem kom á eftir. Fjórir voru í öðrum bílnum en tveir í hinum og þurfti klippur til að ná ökumanni annars bílsins út úr flakinu. Fjórir af þeim sem lentu í slysinu voru fluttir á sjúkrahúsið á Akranesi og þaðan á Landspítalann í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum Skessuhorns er enginn þeirra talinn alvarlega slasaður.
Þrjú hrossanna drápust í árekstrinum en hin tvö voru aflífuð á staðnum.
Eigandi hrossanna er Gísli Jónsson í Lyngholti í Leirár- og Melasveit en hrossin voru í girðingu í Höfn. Gísli telur víst að hrossin hafi fælst vegna flugeldasýningar á Seleyrinni sem haldin var í tilefni af þrettándanum. „Tímasetningin passar og vindáttin var þannig að það er ekki nokkur vafi í mínum huga enda þarf nokkuð til að hross tryllist þannig að þau hlaupi á girðingar og yfir pípuhlið. „Gísli segir að fleiri hross hafi verið í hópnum en þau fimm sem lentu í slysinu. „Við vorum fram á nótt að leita að hinum hrossunum og það kom í ljós að þrjú þeirra eru slösuð, sennilega eftir að hafa stokkið yfir pípuhliðið, en það liggur ekki fyrir hvað verður um þau,“ segir Gísli.

Ekki einsdæmi
Theodór Þórðarson lögregluvarðstjóri í Borgarnesi segir að það hafi færst mjög í vöxt á síðustu árum að hross fælist af völdum flugelda og valdi sér og jafnvel öðrum skaða. Ekki er nema tæpt ár síðan umferðaróhapp varð á sömu slóðum sem einnig var af völdum hrossa sem fældust flugeldaskothríð í Ölveri. Þá drápust tíu hross frá bænum Oddstöðum fyrir tveimur árum þegar þau hröktust fram af bjargbrún eftir að hafa fælst af völdum flugelda um áramót.
„Þetta eru orðnir mun öflugri flugeldar en áður var og kannski fyrst og fremst sprengingarnar sem þeim fylgja. Ég held að flestir fái mest út úr þvi að sjá eldglæringarnar og því má kannski spyrja hvort spreningarnar þurfi að vera þetta öflugar og hávaðinn þetta mikill. Það er eitthvað sem þyrfti að athuga því þetta er vissulega orðið vandamál,“ segir Theodór.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is