17. janúar. 2003 10:00
Kauptilboði í bæjarskrifstofur Akraness hafnað
Íslenskar fasteignir ehf. gerðu í síðustu viku Akraneskaupstað tilboð í húsnæðið sem nú hýsir bæjarskrifstofurnar og Landmælingar Íslands. Tilboðið hljóðaði uppá 139,5 milljónir króna. Inn í kauptilboðinu var gert ráð fyrir að Akraneskaupstaður myndi í framhaldinu gera leigusamning við nýja eigendur. Bæjarráð ákvað á fundi sínum að hafna tilboðinu enda sé það alltof lágt. Fram kemur einnig í fundargerð bæjarráðs að það sé reiðubúið að ræða frekar sölu á húsnæði Landmælinga.