Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. mars. 2003 11:39

Niðurskurður hjá Borgarneslögreglu

Þórður Sigurðsson yfirlögregluþjónn í Borgarnesi lætur af störfum þann 1. maí n.k. en ekki verður ráðið í stöðuna fyrr en um næstu áramót að sögn Stefáns Skarphéðinssonar sýslumanns. Ástæðan er að sögn Stefáns nauðsynlegar sparnaðaraðgerðir. „Við erum að glíma við hallarekstur sem nær aftur til ársins 1993 og við verðum að grípa til aðgerða til að halda okkur innan ramma þeirra fjárveitinga sem okkur eru ætlaðar. Verkefni og umfang embættisins hafa aukist mjög á síðustu árum en fjárveitingar hafa ekki aukist í takt við það og því verðum við að skera niður launakostnað eins og kostur er,“ segir Stefán.
Theodór Þórðarson er settur yfirlögregluþjónn þar sem Þórður hefur verið í veikindaleyfi. Theodór mun sinna starfinu áfram út þetta ár en við það fækkar um eitt stöðugildi á almennum vöktum. Þá verður sumarafleysingum haldið í algjöru lágmarki að sögn sýslumanns.
Eitt stöðugildi hjá Borgarneslögreglu hefur verið bundið við tollgæslu á Grundartangahöfn frá árinu 1990 og segir sýslumaður að lögð hafi verið fram umsókn um fjárveitingu til að fjölga um eitt stöðugildi í tollgæslu á Grundartanga. Hann segist vonast til að hún fáist enda er mikil aukning í skipakomum vegna stækkunar Járnblendiverksmiðjunnar og tilkomu Norðuráls og stækkunar þeirra verksmiðju.
„Við ætlumst til að við getum haldið utan um það sem okkur er ætlað með þeim mannskap sem við höfum en það er ljóst að álagið verður mikið ekki síst í sumar. Við höfum fengið aðstoð frá nágrannaembættunum en ég veit ekki hversu aflögufær þau eru. Það er hinsvegar ótrúlegt hvað þetta fámenna lögreglulið okkar hér hefur afrekað og því er ég bjartsýnn á að þetta gangi allt vel og tek fram að aðeins er um tímabundið ástand að ræða“, segir Stefán Skarphéðinsson sýslumaður í Borgarnesi.
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is