Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. apríl. 2003 07:51

Dalamenn slátra áfram en aðrir sjá til

Eins og sagt var frá í síðasta tölublaði Skessuhorns telur nefnd sem skipuð var til að fjalla um málefni sauðfjárslátrunar að sex sláturhús geti annað allri sauðfjárslátrun í landinu. Sláturhúsin sex sem um ræðir eru á Hvammstanga, Blönduósi, Sauðárkróki, Húsavík, Höfn og Selfossi en það eru einu húsin sem hafa útflutningsleyfi í dag.
Í fréttinni í síðasta blaði kom einnig fram að Dalamenn hyggjast ekki hætta slátrun þótt að farin yrði sú leið að bjóða úreldingarbætur til þeirra sem vildu hætta sláturhúsarekstri. Stjórn Sláturhússins í Búðardal hefur fjallað um málið og stefnt er að því að húsið verði komið með útflutningsleyfi fyrir haustið 2004.
Óvíst með Laxá
Steinþór Skúlason framkvæmdastjóri Sláturfélags Suðurlands sem á og rekur sláturhúsið við Laxá sagði í samtali við Skessuhorn að ekki lægi fyrir nein ákvörðun um breytingar þar. „Það eru ekkert nema vangaveltur um málið á meðan sláturhúsanefndin hefur ekki skilað formlega af sér. Stjórnin hefur ekki fjallað um málið og engin ákvörðun verið tekin. Ef menn ætla að ræða um hugsanlega lokun á forsendum úreldingabóta þarf fyrst að koma fram að það séu til fjármunir frá hinu opinbera til að fara þessa leið.“ Aðspurður kvaðst Steinþór hinsvegar ekki útiloka neitt og ekki geta sagt til um það hvort slátrað yrði við Laxá næsta haust. „Það er ljóst að sauðfjárræktin er í verulegum vanda, bæði hvað varðar slátrun og aðra þætti þannig að það er ekki hægt að segja til um neitt með vissu eins og staðan er,“ sagði Steinþór.
Þess má geta að síðastliðið haust var slátrað 24.700 fjár í sláturhúsinu við Laxá og hefur umfangið aukist stöðugt á síðustu fimm árum.

Slátrun ekki aðalatriði
Jón Snorri Snorrason stjórnarmaður í Borgarneskjötvörum hf. sem reka sláturhúsið í Brákarey í Borgarnesi hefur svipaða sögu að segja og Steinþór. „Framtíð sláturhússins í Borgarnesi er óráðin og ég held að framtíð sláturhúsa almennt sé í óvissu útfrá hugmyndum um úreldingu sláturhúsa. Ef það verður síðan gert að skilyrði að sláturhús hafi útflutningsleyfi þá minnkar það líkurnar. Þetta er hinsvegar dæmi sem menn verða að reikna út miðað við þær forsendur sem liggja fyrir, þ.e.a.s. þegar þær liggja fyrir,“ segir Jón Snorri. Hann segir að í sínum huga skipti það ekki öllu hvort áfram verði sauðfjárslátrun í Borgarnesi. „Aðalatriðið er að þar sé öflug starfsemi í matvælageiranum og það þarf ekki endilega að heita slátrun. Menn hafa mikla trú á þeim vörumerkjum sem kjötvinnslan hefur upp á að bjóða og þar liggja miklir möguleikar,“ segir Jón Snorri.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is