11. apríl. 2003 05:03
Allt að átta umsóknir um lóð
Lóðum hefur verið úthlutað í klösum 1 og 2 í Flatahverfi á Akranesi en á svæðinu eru 22 lóðir fyrir einbýlishús, 3 lóðir fyrir parhús og lóðir fyrir tveggja til þriggja hæða fjölbýlishús. Alls bárust 50 umsóknir um 22 lóðir. Að þessu sinni var farin sú leið að draga úr innsendum umsóknum í þeim tilfellum sem umsækjendur voru fleiri en einn.
Allt að átta umsóknir bárust um einstakar lóðir að sögn Gísla Gíslasonar bæjarstjóra en nokkrar lóðir, næst Garðagrund, sem ætlaðar eru undir tveggja hæða einbýlishús gengu ekki út að þessu sinni.
Þeir sem fengu lóðunum úthlutað hafa mánuð til að ganga frá gatnagerðagjöldum en annars verður þeim úthlutað til þeirra sem dregnir voru úr pottinum til vara.