Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. apríl. 2003 10:54

Eignarhlutur í Orkuveitunni hærri en heildarskuldir

Ársreikningur Akraneskaupstaðar var lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Akraness í gær, þriðjudag. Heildarskatttekjur aðalsjóðs bæjarins eru 1.330,1 milljón krónur fyrir árið 2002 en heildar rekstrargjöld aðalsjóðs voru 1.701 milljón krónur. Að teknu tilliti til fjármagnsliða var rekstrarniðurstaða ársins jákvæð um 48,4 milljónir króna. Fræðslu- og uppeldismál eru langstærsti málaflokkur sveitarfélagsins en til þeirra mála var á árinu 2002 varið til rekstrar 770,5 mkr. sem er 57,9% af skatttekjum bæjarins. Launakostnaður aðalsjóðs var 936,6 mkr. sem er 70,4% af skatttekjum og stóð nokkurn veginn í stað milli áranna 2001 og 2002.
Samkvæmt ársreikningi er eignarhlutur bæjarins í Orkuveitu Reykjavíkur að nafnvirði 2.071 milljón krónur. „Þrátt fyrir að breytingar á orkumálum sveitarfélagsins hafi verið umdeildar þá er niðurstaðan sú að eignarhlutur bæjarins í Orkuveitu Reykjavíkur er hærri en allar skuldir og skuldbindingar kaupstaðarins. Það hlýtur að teljast nokkuð góð staða,“ segir Gísli Gíslason bæjarstjóri Akraness.
Sáttur við útkomuna
Gísli segir fjárhagsáætlun bæjarins hafa staðist en hagnaður ársins er 48,4 milljónir króna sem fyrr segir en var áætlaður 49 milljónir króna. „Ég er í fyrsta lagi sáttur við útkomuna þar sem þær staðreyndir sem birtast í reikningnum eru um margt uppörvandi og jákvæðar. Útsvarstekjur hækka milli ára um 119,2 mkr. eða um 11%. Rekstrarniðurstaðan er sú sem áætlað var að yrði, eigið fé hækkar um liðlega 2,9 milljarða, langtímaskuldir, aðrar en lífeyrisskuldbindingar, lækkuðu um 72,6 mkr. og handbært fé hækkaði um 55,3 mkr. Það er því óhætt að fullyrða að markmiðin hafi náðst og vel það. Í öðru lagi er ég afar ánægður með að ársreikningur bæjarins skuli nú lagður fram fyrri en nokkur sinni áður því nú gefast enn betri möguleikar á að huga að yfirstandandi fjárhagsári,“ segir Gísli.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is