Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. apríl. 2003 10:59

Nýtt hafnarmannvirki vígt í Grundarfirði

Það viðraði ekki vel til verka utandyra, hvað þá hátíðlegra athafna, síðastliðinn laugardag. Grundfirðingar létu það hinsvegar ekki á sig fá heldur vígðu nýtt hafnarmannvirki með tilheyrandi borðaklippingum þrátt fyrir hávaða rok og úrhellisrigningu.
„Þetta er stór áfangi og menn láta ekki smá rigningarsudda spilla hátíðarskapinu,“ sagði Björg Ágústsdóttir, bæjar - og hafnarstjóri í Grundarfirði í samtali við Skessuhorn að athöfninni lokinni.
Hafnarmannvirkið sem vígt var á laugardag er lenging Norðurgarðs sem einnig gengur undir nafninu Stóra bryggja meðal heimamanna. Garðurinn var lengdur um hundrað metra og er lengingin með 40 metra breiðri fyllingu, stálþilskanti að innanverðu og ölduvörn að utanverðu. Dýpi við lengda bryggju er 8 metrar. Það var hafnarstjórn Grundarfjarðar sem annaðist framkvæmdina en Siglingastofnun Íslands sá um tæknilegan undirbúning og eftirlit. Verktakar voru Björgun af, Ísar hf , Íraklettur ehf. í Grundarfirði, Björgun hf. undirverktaki, Almenna umhverfisþjónustan ehf. í Grundarfirði og Kristmundur Harðarson rafverktaki.
„Það var komin mikil þörf fyrir þessa framkvæmd,“ segir Björg. „Það vantaði tilfinnanlega viðlegupláss fyrir stærri skip og djúpristari vegna breytinga á skipastól og útgerðarminstri hér í Grundarfirði. Þessi viðbót breytir því miklu en núna getum við tekið inn skip sem rista á allt að átta metra dýpi og boðið upp á mjög góða aðstöðu.“
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is