Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. maí. 2003 03:45

Vignir G. Jónsson hf. fyrirtæki ársins

Hrognavinnslufyrirtækið Vignir G. Jónsson hf. var síðastliðinn föstudag útnefnt fyrirtæki ársins á Akranesi 2003 en það var atvinnumálanefnd Akraneskaupstaðar sem stóð fyrir valinu. Samkvæmt niðurstöðum dómnefndar þótti fyrirtækið uppfylla öll skilyrði sem sóst var eftir við val á fyrirtæki ársins hvort sem litið var til afkomu, mikilvægis fyrir bæjarfélagið, starfsmannamála eða annarra þátta.
Vignir G Jónsson hf. er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var árið 1970 og eru helstu framleiðsluvörur þess ýmsar afurðir unnar úr hrognum. Fyrirtækið hefur yfir að ráða einni fullkomnustu fullvinsluverksmiðju hrogna í heiminum í dag. Ríflega 20 manns starfa hjá fyrirtækinu.
„Við erum mjög stolt af þessari viðurkenningu og áttum síst von á slíku enda eru mörg fyrirtæki hér á Skaganum að gera ágæta hluti,“ sagði Eiríkur Vignisson framkvæmdastjóri Vignis G. Jónssonar hf. í samtali við Skessuhorn. Hann sagði fyrirtækið hafa stækkað mikið á síðustu átta árum en að nú sé það komð í mjög heppilega stærð og ekki ætlunin að fara í frekari útþenslu.

Einnig var valið sprotafyrirtæki ársins og var það húseiningafyrirtækið Geca hf. sem hlaut viðurkenninguna. Geca hf. var fjögurra ára fyrirtæki sem stofnað er í kjölfar mikils þróunarstarfs um nýja gerð húseininga. Unnið er með íblöndun þriggja efna sem ekki hafa verið notuð saman áður og er því um nýjung á heimsmarkaði að ræða. Samblöndun sements, trjákurls og koltvísýrings eftir ákveðnum leiðum og einingaframleiðsla er undirstaða starfseminnar.
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is