Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Smáauglýsingar

Sérhönnuð lúsmýsnet fyrir glugga

Höfum til sölu sérhönnuð lúsmýsnet fyrir glugga í heilum metrum. Leitið upplýsinga á postverslun.is
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. maí. 2003 10:47

Afskiptaleysið til skammar

Í síðustu viku vildi svo óheppilega til á Akranesi að 10 ára gömul stúlka datt á línuskautum og handleggsbrotnaði illa. Svona slys gerast reglulega og í sjálfu sér ekki í frásögur færandi. Það sem gerir þetta óhapp hinsvegar sérstakt er það afskiptaleysi sem stúlkunni var sýnt þegar hún lá sárþjáð, bíðandi eftir aðstoð.
Málsatvik eru þau að umrædd stúlka, Ósk Hjartardóttir, og tvær vinkonur hennar voru að renna sér á línuskautum á mótum Jaðarsbrautar og Faxabrautar þegar bíll kemur aðvífandi. Í þann mund sem bíllinn er að renna framhjá stúlkunum fibast Ósk sem leiðir til þess að hún dettur illa með fyrrgreindum afleiðingum. Stúlkurnar sem með Ósk voru, reyndu þegar í stað að stöðvar bíla sem leið áttu hjá og biðja ökumenn um aðstoð. Enginn virti þær hinsvegar viðlits og allir óku hjá. Systir Óskar kom skömmu seinna að henni og hjólaði þegar í stað heim til sín til að gera móður þeirra viðvart. Þegar hún loks kom á staðinn höfðu liðið um tuttugu mínútur frá því slysið átti sér stað. Skömmu síðar kom sjúkrabíll og flutti Ósk á sjúkrahúsið þar sem í ljós kom að hún var handleggsbrotin og nauðsynlegt þurfti að senda hana í aðgerð.
Kristín Ósk Guðmundsdóttir, móðir Óskar, sagði í samtali við Skessuhorn að henni blöskraði það sinnuleysi sem fólk sýndi dóttur hennar. „Það mátti öllum ljóst vera sem leið þarna átti hjá að eitthvað var að. Mér finnst þetta allt til skammar og tel að fólk ætti að bera örlitla meiri virðingu fyrir börnum. Það var meira að segja fólk í nálægum húsum sem horfði á stúlkuna útum gluggann hjá sér án þess einu sinni að athuga hvað væri að. Ég verð bara að segja ég er mjög hissa á svona framkomu,“ sagði Kristín.
Ósk er nú gifsi frá fingrum upp að öxl sem hún losnar við eftir um fjórar vikur.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is