14. júní. 2003 10:45
Sjálfsbjörg safnar fyrir utanlandsferð
Unglingadeild Sjálfsbjargar (BUSL) er um þessar mundir að safna sér fyrir utanlandsferð sem fara á í haust. Krakkarnir hafa verið dugleg að safna fyrir ferðinni með ýmsum hætti og ein af þeim er að fara á hjólastólum fyrir Hvalfjörð til Reykjavíkur. Sú ferð hófst á Akranesi í morgun og ætla þau sér tvo daga til verksins. Þjálfari ÍA, Ólafur Þórðarson, fór fyrsta hlutann með BUSL, frá Akratorgi til bæjarmarkanna. Á myndinni má sjá Ólaf við upphaf ferðarinnar.