Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. júní. 2003 10:02

Þorsteinn Jónsson kjörinn oddviti í gærkvöldi í stað Guðrúnar Jónu Gunnarsdóttur

Nýr oddviti var kjörinn fyrir sveitarstjórn Dalabyggðar í gærkvöldi en kjör oddvita átti að fara fram samkvæmt dagskrá á boðuðum fundi sveitarstjórnar þann 16. júní s.l. Þeim fundi var hinsvegar frestað óvænt þegar kom að kosningum. Á fundinum í gær var Þorsteinn Jónsson efsti maður á L - lista kjörinn oddviti í stað Guðrúnar Jónu Gunnarsdóttur af sama lista sem gegnt hefur embættinu síðastliðið ár.
Samkvæmt dagskrá fundarins á mánudag var 20. liður kosningar skv. sveitarstjórnarlögum og samþykktum Dalabyggðar. Þegar kom að þeim lið lagði Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, oddviti, fram eftirfarandi bókun: Sem oddviti minnihlutans fresta ég fundi þar sem sveitarstjóri bar ekki undir mig boðaða dagskrá áður en hún var send út. Mér gafst því ekki nægjanlegt svigrúm til að boða til listafundar og útkljá uppstillingu listans. Ég fresta því fundi í sveitarstjórn til 18. júní kl. 21.00 þar sem kosning fer fram.“
Sigurður Rúnar Friðjónsson, oddviti S - listans, óskaði skýringa á því á hvaða forsendum fundi væri frestað með þessum hætti en oddviti gaf þau svör að fundinum hefði verið lokað. Niðurstaða kosninganna í gærkvöldi varð á þann veg að Þorsteinn Jónsson var kjörinn oddviti með öllum greiddum atkvæðum. Guðrún Jóna Gunnarsdóttir var kjörin varaoddviti með fjórum atkvæði gegn þremur greiddum Bryndísi Karlsdóttur sem einnig er af L - lista. Í byggðarráð voru síðan tilnefnd Bryndís Karlsdóttir, Guðrún Jóna Gunnarsdóttir og Sigurður Rúnar Friðjónsson.
Lægja ólgu
„Það er mjög stutt síðan farið var að ræða um breytingar og það varð síðan ákvörðun okkar í meirihlutanum að skipa þessu með þessum hætti næsta árið og sjá svo til,“ segir Þorsteinn Jónsson, nýkjörinn oddviti. Aðspurður um hvort umrædd breyting sé ekki þvert á fyrirætlanir meirihlutans fyrir kosningar segir Þorsteinn að það hafi alltaf komið fram í kosningabaráttu L - listans að oddviti væri kjörinn árlega og því gæti verið skipt á hverju ári ef út í það væri farið. „Það má hinsvegar kannski segja að að þetta sé ákveðin leið til að lægja þá ólgu sem verið hefur í sveitarstjórninni og vonandi dugar þetta til þess. Við horfum allavega björtum augum til framtíðar,“ segir Þorsteinn.

Eins og fram hefur komið í Skessuhorni tengist sú ólga sem Þorsteinn talar um ekki síst málefnum hitaveitu Dalabyggðar og í því máli hafa farið fram hörð skoðanaskipti milli oddvita listanna. Sigurður Rúnar, oddviti minnihlutans, segist líta á kosningu Þorsteins sem tilraun til að sætta stríðandi öfl og reyna að koma viti í hlutina. „Við vildum, með því að styðja Þorstein, láta reyna á það hvort ekki verði tekin upp ný vinnubrögð innan sveitarstjórnar sem taki mið af hagsmunum Dalabyggðar en ekki öðrum hagsmunum og við bindum miklar vonir við það.“
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is