14. júní. 2003 06:18
Gat í götu
Litlu munaði að fólksbifreið lenti í hremmingum á Borgarbrautinni í Borgarnesi síðastliðinn föstudag en þar var allt í einu komið stórt gat í götuna fyrir framan veitingastaðinn Matstofuna. Holan er um meter að ummáli og hefði getað hlotist af því nokkuð tjón ef bifreið hefði verið ekið þar ofan í.
Að sögn Sigurðar Páls Harðarsonar, bæjartæknifræðings Borgarbyggðar, hefur holan myndast þannig að gömul lögn hefur gefið sig og smám saman tekið til sín jarðveg og síðan endaði með því að steypan í götunni gaf sig.