21. ágúst. 2003 04:12
„Búsinnflutningur“ á Akranesi
Í síðustu viku lagði lögreglan á Akranesi hald á 144 flöskur af áfengi, 75 karton af tóbaki og fjóra kassa af bjór sem fannst í flutningaskipi í Akraneshöfn.
Að sögn lögreglu vöknuðu grunsemdir um að að verið væri að undirbúa flutning á einhverskonar smyglvarningi og í fylgdust lögreglumenn á Akranesi með skipinu eftir að það kom til Akraness. Tollgæslan í Reykjavík sendi menn til aðstoðar og sem fyrr segir fannst umtalsvert magn af ólöglegu áfengi um borð. Þrír skipverjar viðurkenndu brotið og telst málið upplýst.