20. ágúst. 2003 02:44
Fyrsta Hrefnan kom að landi í Ólafsvík
Fyrsti Hvalurinn sem veiddur er við Íslandsstrendur í fjórtán ár kom í land í Ólafsvík í fyrrakvöld en það var hrefna, tæplega sex metra langur ókynþroska tarfur. Það var hvalbáturinn Njörður KÓ sem veiddi þennan tímamótahval sem var flensaður um borð og gert að honum þar sem heilbrigðisyfirvöld leyfa ekki hvalskurð nema á vottuðum plönum.
Fjöldi fólks tók á móti Nirði þegar hann koma að landi í Ólafsvík á mánudagskvöld og þar á meðal var bæjarstjóri Snæafellsbæjar sem færði skipstjóranum, Guðmundi Björnssyni, fána Snæfellsbæjar í tilefni dagsins.