22. ágúst. 2003 09:10
Vatnsleysi í Hólminum
Ófremdarástand var í Stykkishólmi í síðustu viku en vatnslaust var í bænum í rúman sólarhring, frá miðvikudegi og fram á fimmtudag. Ýmis óþægindi hlutust af vatnsleysinu og meðal annars þurfti að loka rækjuvinnslunni og sundlauginni auk þess sem vatnssalerni stóðu að sjálfsögðu ekki undir nafni eins og gefur að skilja.
Um tíma var óttast að vatnsleysið myndi hafa áhrif á Danska daga sem haldnir voru í Hólminum um helgina en svo fór ekki þannig að engine ofþornaði á hátíðinni.
Ástæðan fyrir Vatnsleysinu var sú að aðalæð vatnsveitu Stykkishólms fór í sundur í Vigrafirði. Gert var við lekann en leiðslan bilaði aftur skömmu síðar.