Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. ágúst. 2003 11:00

Neyðarlínan leitaði langt yfir skammt

Þegar hið hörumlega slys varð við Borgarfjarðarbrú á mánudag þegar flutningabifreið fór útaf brúnni með þeim afleiðingum að ökumaður hennar lést urðu mistök í útkalli hjá Neyðarlínunni sem sér um að boða rétta viðbragðsaðila á slysstað. Fyrst var haft samband við lögregluna í Borgarnesi og að sögn Ómars Jónssonar lögregluvarðstjóra tók viðkomandi starfsmaður Neyðarlínunnar að sér að kalla út hjúkrunarlið og aðra viðbragðsaðila. Það vakti hinsvegar athygli að læknir og sjúkraflutingamenn frá Akranesi voru fyrstir á staðinn af hjúkrunarfólki en lengi vel bólaði ekki á sambærilegum aðilum frá Borgarnesi.
Þó eru um 40 kílómetrar frá Akranesi að Borgarfjarðarbrúnni en ekki nema nokkur hundruð metrar frá Heilsugæslustöðinni í Borgarnesi. Það kom síðan í ljós að lækni í Borgarnesi var ekki gert aðvart um slysið fyrr en kollegi hans frá Akranesi var kominn á staðinn og þá var það læknirinn frá Akranesi sem hringdi í heilsugæslustöðina í Borgarnesi og óskaði aðstoðar ef á þyrfti að halda.

Miður okkar
Í samtali við Skessuhorn í gær sagði Bergsveinn Alfonsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, að þarna hefðu orðið hörmuleg mistök. „Viðkomandi starfsmaður sem sá um að ræsa út í þessu tilfelli gerði þarna slæm mistök. Hann fékk upp á tölvuskjáinn bæði Akranes og Borgarnes og valdi fyrri kostinn fyrir klaufaskap. Hann áttaði sig á mistökunum fljótlega og leiðrétti þau en þetta er eitthvað sem á ekki að koma fyrir og við erum miður okkar yfir þessu,“ segir Bergsveinn.
Samkvæmt upplýsingum Skessuhorns eru þetta ekki fyrstu mistökin sem eiga sér stað nú í sumar í útköllum Neyðarlínunnar á þessu svæði. Fyrr í sumar mun hafa skeikað um tuttugu kílómetrum í staðsetningu bílslyss í Norðurárdal. Bergsveinn segir að seint verði hægt að útiloka mistök en allt sé gert sem mögulegt er til að hindra þau og farið yfir hvert einstakt tilfelli sem upp komi. „Það er númer eitt, tvö og þrjú að hafa þessa þjónustu hundrað prósent og við gerum eins vel og við getum en því miður er aldrei hægt að útiloka mistök eins og ég sagði.“
Þess ber að geta að í þeim tilfellum sem hér um ræðir komu umrædd mistök ekki að sök.
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is