28. ágúst. 2003 05:16
Stríðsástand á rúntinum
Íbúar í fjölbýlishúsinu Egilsgötu 11 í Borgarnesi standa nú í stríði við rúntinn en þeim þykir ónæði af völdum bifreiða sem ekið er hring eftir hring á planinu neðan við húsið þannig að oft fylgir því all nokkur hávaði. Íbúarnir hafa meðal annars reyst varnargirðingar til að halda rúntinum í skefjum en allt hefur komið fyrir ekki.